Stór hluti af starfi sálfræðings á stofu getur oft verið stuðningur í erfiðum aðstæðum. Minniháttar áföll eða veruleg skipsbrot geta haft mikil áhrif á andlega líðan okkar. Algeng dæmi um slík áföll eða skipbrot eru fjárhagsvandi, sambúðarvandi eða veikindi. Eða skilnaður, atvinnumissir, einelti eða andlát aðila sem stendur manni nærri. Yfirleitt sigrumst við á slíkum erfiðum tímabilum sjálf. En það getur verið gott að leita til óháðs aðila til að spegla vandann þannig að maður sjái hann skýrar. Ef vanlíðanin virðist vera að festast í sessi þá er beinlínis mikilvægt að leita til einhvers sem getur komið í veg fyrir að líðanin verði að þunglyndi eða kvíðaröskun.
Ef vanlíðanin er langt gengin getur verið gott að beita sömu aðferðum og við geðraskanir. Mjög góður árangur (ekki verri en af geðlyfjum) er til dæmis af hugrænni atferlismeðferð sem byggir á hegðunarstjórn og endurmati hugsana.
Hjá Greiningu og meðferð er margra áratuga reynsla af stuðningi í erfiðum aðstæðum, þar sem líðan hefur ekki enn þróast út í klíniskt þunglyndi eða kvíðaröskun. Þar sem við á er höfð er hliðsjón af hugrænni úrvinnslumeðferð (CPT) Patriciu Resick og meðferð Paul Gilberts sem byggir á samkennd (CFT), þegar stuðningur er veittur. Stundum á betur við að nota aðrar aðferðis svo sem EMDR og þá er það gert. Árangur Greiningar og meðferðar er yfirleitt mjög góður og á það við bæði þegar veittur er stuðningur í einkalífi og í starfi.
Höfundarréttur (c) 2021 – allur réttur áskilinn – frjálst er að hlekkja á síðuna.