Fræðsla er sálfræðingi Greiningar og meðferðar mjög hugleikin. Hann hefur mikla reynslu af sálfræðistörfum á sviði vinnusálfræði og klíniskrar sálfræði fullorðinna. En áður starfaði hann sem sóknarprestur og síðar stundakennari við Háskóla Íslands í mörg ár.
Sálfræðingur Greiningar og meðferðar hefur því áratuga reynslu af fyrirlestrahaldi. Hann hefur flutt erindi bæði hérlendis og erlendis á íslensku, ensku og norðurlandamálunum.
Fræðsluerindi um áföll, sorg, vanlíðan, ADHD fullorðinna, einelti á vinnustöðum og bætt vinnuumhverfi er hægt að panta með stuttum fyrirvara, að því gefnu að tíminn fyrir flutninginn sé ekki þegar frátekinn fyrir önnur verkefni.
Sérsniðna fyrirlestra þarf að panta með að minnsta kosti tveggja mánaða fyrirvara.
Almennt gildir að fyrirlestrar eru auðskildir og á léttum nótum þar sem það á við. Í boði er að flétta samvinnuverkefni inn í fyrirlestrana ef þess er óskað.
Höfundarréttur (c) 2021 – allur réttur áskilinn – frjálst er að hlekkja á síðuna.